Hlakka til að fara aftur

Mikið rosalega er ég þakklátur fyrir að hafa látið mér detta í hug að fá Lindu með mér í þessa siglingu með Norwegian Epic um gríska eyjahafið í júní. Ekki spillti fyrir að stærsti hluti vinahópsins úr Hafnarfirði og systur mínar skyldu slást í för.
Skúli kann alveg á þetta, enda reynslubolti í þessu efni, var alltaf innan handar, en lét okkur líka í friði þegar það átti við. Frábær fararstjóri.
Allt upp á tíu, flott skipulag, æðisleg þjónusta um borð, flottir veitingastaðir, flestir á pari við okkar bestu.
Svo ekki sé nú talað um sundlaugina, rennibrautirnar og sundlaugarbarinn. Allt innifalið.

Norwegian - Epic

Hlakka til að fara aftur.
Takk fyrir skemmtilega upplifun.
Guðmundur Rúnar