Ferðin [frá Róm um Adríahafið og víðar] var hin ánægjulegasta og fararstjórinn óaðfinnanlegur í alla staði, vakinn og sofinn yfir því að farþegarnir væru glaðir og öruggir.
Það var aðeins tvennt sem mér fannst að betur hefði mátt fara. Wifi-ið um borð var mjög hægvirkt og MJÖG dýrt. Frítt Wifi ætti að vera sjálfsagður hlutur árið 2018.
Og heimferðin frá Róm var býsna þreytandi. Eftir svefnlausa nótt (lagt var af stað frá Róm kl. 3:30) tók við 16 tíma ferðalag, þar af 5 tíma bið á flugvellinum í Amsterdam. Með tilliti til þess að meirihluti hópsins var kominn af léttasta skeiði og ferðalúinn eftir 16 daga ferðalag, hefði verið heppilegra að haga heimferðinni öðruvísi, t.d. með flugi frá Róm um miðjan dag og kvöldflugi heim frá Kaupmannahöfn. Þó það hefði orðið eitthvað dýrarara hefðum við greitt þann mismun með glöðu geði fyrir þægilegri ferðamáta.
Besta kveðja
Sigurborg Hilmarsdóttir