Ferðin (í Karíbahafinu í nóvember) var í alla staði frábær, mjög góður farastjóri sem var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum. Heimsókn til Bob Marley var eftirminnileg, fyrir margt. Þegar heim var komið þá áttuðum við okkur á því að blómavasinn sem við keyptum, reyndist hasspípa. Og heimsókn okkar á Græna froskinn í Mexíkó var alveg ógleymanleg. Skipið og þjónustan um borð var dásamleg.
Jólakveðjur frá okkur til allra sem voru með í ferðinni og ástarþakkir.
Sigrún og Daníel.