Brottför 17. janúar, heimkoma 4. febrúar.
Panamaskurðurinn frá Miami. Tvær nætur í Miami, 12 nátta sigling og 4 nætur í Orlando.
Flogið með Icelandair til Miami 17. janúar og gist þar í tvær nætur áður en farið er um borð í Jewel. Komið er við í George Town á Caman eyjum, Cartagena í Kólombíu, farið upp skipasigan Atlantshafsmegin og siglt á Gatun vatninu. Síðdegis er síðan farið aftur niður sama skipastiga og stoppað í Colón í Panama, Puerto Limon í Costa Ríka, Harvest Caye, einkaeyju skipafélgasins úti fyrir Belís. Þaðan liggur leiðin til Cozumel í Mexíkó og loks til Miami á ný. Ekið aðan til Orlando og gist í fjórar nætur áður en flogið er heim með Icelandair og lent í Keflavík að morgni 4. febrúar.
Glæsiskipið Norwegian Jewel
Norwegian Jewel er 93,500 brúttótonn, 294 metrar á lengd, 38 metra breitt og tekur 2.330 farþega. Áhöfnin er 1.069 og ganghraði er 20 hnútar. Jewel er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.
Verð á mann í svalaklefa 875.000 kr. og verð á mann í innklefa 720.000 kr.
INNIFALIÐ: | Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, fimmtán nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”.More At Sea: Drykkjarpakki: Innfelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH: skattur getur lagst á drykkir og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar.Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns og vínkynningar. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum. Matarpakkinn: Út að borða á sérreknu veitingastöðunum: Svalaklefi: 7 daga sigling 3 sinnum út að borða, 8-11 daga sigling 4 sinnum út að borða og 12 dagar og meira 5 sinnum út að borða. Gildir fyrir allt að 3 í svalaklefa. Innklefi og Stúdío: 7 daga sigling: 1 sinni út að borða, 8-11 daga sigling: 2 sinnum út að borða og 12 dagar og lengra, 3 sinnum út að borða.WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Gidlir fyrir allt að 3 saman í klefa. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa til að nota í skoðunarferðir á vegum skipafélagsins í hverri höfn. Safnast ekki upp ef ekki er notað. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
17. janúar Keflavík til Miami
Flogið til Mimai með Icelandair þar sem gist verður í tvær nætur. Brottför frá Keflavík 17:05 lent í Miami kl. 20:55. Gist á Regency Hyatt Hótel.
18. janúar – Miami
Frjáls dagur í Miami, golf, sólbað, skemmtigarðar eða verslanir, bara það sem fólk vill. Hin ótrúlega menning Miami gerir það að verkum að þangað er eftirsóknarvert að koma. Ýmislegt er hægt að gera eins og til dæmis að kíkja í nýtískulega Art Deco hverfið á South Beach, Calle Ocho í Little Havana, hið skemmtilega hverfi Coconut Grove og Coral Gables og einstakt vistkerfi Everglades.
19. janúar – Sigling hefst
Farið frá hótelinu eftir morgunverð niður á höfn þar sem Jewel bíður okkar. Lagt úr höfn kl 16:00
20. janúar – Á siglingu
Verðum á siglingu allan daginn og um að gera að njóta alls þess sem skipið hefur upp á að bjóða
21. janúar – Georg Town á Grand Cayman Islands
Komið til Georg Town kl 08:00 og farið kl 17:00.
Grand Cayman er stærsta Cayman-eyja og er frægt fyrir Seven Mile Beach, hina vinsælu Stingray City og þar er frábært að kafa.
22. janúar – Sigling
Þennan dag erum við á siglingu og njótum þess að líða yfir hafið og slaka á. Það er nóg við að vera um borð.
23. janúnar – Cartagena Kólombía
Komið kl. 05:00 og farið kl.15:00
Gamli bærinn í Cartagena endurspeglar órólega sögu landvinninga og sjóræningja. Þar má líka finna mikið af verslunum og veitingastöðum.
24. Janúar- Panamaskurðurinn og Colon
Farið upp skipaskurðinn Atlantshafsmegin og siglt á Gatun vatninu áður en farið er aftur niður hann og til Cólon, hafnarborgarinnar við. Komið til Cólon kl.05:00 og farið kl. 20:00.
25. janúar – Puerto Limon, Kosta Ríka
Komið kl.07:00 og farð kl.16:00
Puerto Limón er þekkt fyrir fjölmenningarlegt samfélag sitt og hátíðlega árlega karnavalshátíð. Þjóðgarðar og vistvæn svæði eru þarna um allt og margir sem koma hingað til að njóta í vistvænu umhverfi.
26. janúar – Sigling
Í dag erum við á silglingu og njótum lífsins um borð. Alltaf nóg um að vera um borð, sólbað, heilsulyndin, alls konar námskeið og margt fleira.
27. janúar- Harvest Caye, Belize
Komið kl.09:00 og farið kl.16:00
Glæsileg einkaeyja sem skipafélagið á, sól, sandur og mikið fjör í landi. Kíkið endilega á fiðrildin sem þarna eru.
28. janúar – Cozumel í Mexikó
Komið kl.11:00 og farið kl.20:00
Eyjan Cozumel við odda Yucatan-skagans skammt úti fyrir störndum meginlands Mexikó er huggulegur bær og hingað kemur fólk mikið til að snorkla og kafa enda kóralrifin einstaklega falleg.
29. janúar – Sigling
Í dag erum við á silglingu og njótum lífsins um borð. Alltaf nóg um að vera, sólbað, heilsulyndin, alls konar námskeið og margt fleira
30.janúar Miami
Komið til Miami kl.07:00 og keyrt til Orlando þar sem við gistum í 4 nætur á Florida Mall Hotel.
31. janúar – 3 febrúar Orlando
Í Orlando er hægt að versla eða fara í golf, skemmtigarða svo engum ætti að leiðast. Á hótelinu er sólbaðsaðstaða, verslunarmiðstöð og veitingstaðir.
3 . febrúar – Heimferð
Farið út á flugvöll síðdegis og síðan heim með Icelandair og lent snemma að morgni 4. febrúar í Keflavík.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.