Brottför 30. október . Heimkoma 18. nóvember.
Siglt frá Barcelona til Miami með Norwegian Epic.
Flogið til Barcelona þar sem gist er í tvær nætur. Siglingin til Port Canaveral er 14 nætur og á leiðinni er komið við í Cadiz Seville á Spáni, Casablanka í Marokkó, Santa Cruz De La Plama á Kanaríeyjum, St. Thomas á Puerto Rico, Great Stirrup Key á Bahamas og Port Canaveral í Flórida þar sem siglingin endar. Ekið til Orlando þar sem gist er í tvær nætur áður en lagt er af stað heim þann 17. nóvember og lent í Keflavík að morgni 18. nóvember.
Glæsiskipið Norwegian Epic
Norwegian Epic er 155,873 brúttótonn, 329 metrar á lengd og tekur 4.100 farþega. Áhöfnin er 1.753 og ganghraði er 20 hnútar. Epic er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þess. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.
Verð:
Verð á þessa ferð kemur í september. Hægt er að skrá sig í ferðina án skuldbindingar og staðfesta svo endanlega þegar verð liggur fyrir.
Einnig er fyrirvari um að flug og hótelgisting fáist staðfest á þessum dagsetningum.
INNIFALIÐ: | More At Sea
Drykkjarpakki: Innfelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH: skattur getur lagst á drykkir og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar. Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns og vínkynningar eða sértilboð á bjórfötum. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum Matarpakkinn: Út að borða á sérreknu veitingastöðunum: Svalaklefi: 7 daga sigling 3 sinnum út að borða, 8-11 daga sigling 4 sinnum út að borða og 12 dagar og meira 5 sinnum út að borða. Gildir fyrir allt að 3 í svalaklefa. Innklefi og Stúdío: 7 daga sigling: 1 sinni út að borða, 8-11 daga sigling: 2 sinnum út að borða og 12 dagar og lengra, 3 sinnum út að borða. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Gidlir fyrir allt að 3 saman í klefa. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa per höfn til að nota í skoðunarferðir. Safnast ekki upp ef ekki er notað.
|
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
30. október. Ferðin hefst
Flogið til Barcelona með Icelandair og farið beint á Hotel Catalonia Plaza 4 stjörnu hótel vel staðsett þar sem við gistum í tvær nætur.
31. október. Barcelona
Af nógu að taka í Barcelona. Stuttur göngutúr með fararstjóra fyrir það sem það vilja.
1. nóvember. Sigling hefst
Förum frá hótelinu rétt fyrir hádegi og um borð í Jewel sem leysir landfestar kl. 17:00
2. nóvember. Á siglingu
Rólegheit um borð og um að gera að njóta þess sem skipið býður uppá. Siglum um Gíbraltarsundið um kvldið.
3. november. Cadiz (Sevilla)
Komum kl 06:00 til Sevilla og förum þaðan kl 16:00. Falleg borg sem gaman er að rölta um, en hún er höfuðborg Andalúsíuhérðas.
4. nóvember. Casablanka í Marokkó
Lissabon er falleg borg og margt að sjá þar. Komum kl 09:00 og förum á ný kl 17:00.
5. nóvember Santa Cruz De La Palma á Kanaríeyjum.
6. – 11. nóvember. Á siglingu
Sex dásemdar dagar um borð og alltaf nóg um að vera. Sólbað, heitu pottarnir, vínsmökkun, leiksýnigar, heilsulindin, ræktin, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Um að gera að njóta þess að vera úti á miðju Atlantshafinu.
12. nóvember St Thomas
Komum til bandarísku Jómfrúreyjunnar St Thomas kl 11:00 og förum á ný kl 19:00. Falleg eyja, gaman til dæmis að fara í kláfunum upp í fjall og skoða útsýnið þaðan, eða rölta í bænum og fá sér kaffi með heimamönnum.
13. nóvember Sigling
14. nóvember Great Stirrup Key
Komið til Great Stirrup Cay, eyju sem NCL á, kl 10:00 og farið á ný kl 18:00. Farið í land með léttabátum og hér er gott að snorkla og slappa síðan af á ströndinni. Kokkar og þjónar skipsins koma hér í land og skipskortið gildir fyrir mat og drykk.
15. nóvember Port Canaveral Siglingu lýkur.
Leggjum að bryggju í Port Canaveral kl 07:00 og förum beinustu leið til Orlando og ættum að vera komin þangað um kl 14:00. Gistum í tvær nætur á Florida Mall and Conference Center hótelinu sem er frábært vel staðsett hótel með Florida Mall verslunarmiðstöðinni í sömu byggingu.
16. nóvember Orlando
17. nóvember Heimferð
Farið út á flugvöll eftir hádegið og flogið heim með Icelandair. Lent í Keflavík um 06:00 að morgni 30. október.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.