Feneyjar til Barcelona 13 – 26 júní 2026.
Flogið til Feneyja með Icelandair og KLM. Gistum í Mestre (Feneyjum) tvær nætur og förum síðan í 9 nátta siglingu með NCL Viva frá Feneyjum þar sem komið er við í Kotor í Svartfjallalandi, Dubrovnik í Króatíu, Salerno Amalfi Coast í Ítalíu, Róm (Civitavecchia) á Ítalíu, Livorno á Ítalíu, Nice ( í Frakklandi), Monaco, Palma Mallorka á Spáin og endað í Barcelona þar gistum við í eina nótt áður en við fljúgum heim með Icelandair heim.
Glæsiskipið Norwegian Viva
Norwegian Viva er 155,873 brúttótonn, 294 metrar á lengd og tekur 3.195 farþega. Áhöfnin er 1.506 og ganghraði er 20 hnútar. Viva er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þess. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu. Viva er næst nýjasta skip Norwegian Cruise Line, byggt 2023 og er afar smekklega innréttað.
Verð:
Verð á þessa ferð kemur í júni. Hægt er að skrá sig í ferðina án skuldbindingar og staðfesta svo endanlega þegar verð liggur fyrir.
Einnig er fyrirvari um að flug og hótelgisting fáist staðfest á þessum dagsetningum.
INNIFALIÐ: | Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, níu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. More At Sea. Drykkjarpakki: Innfelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH: skattur getur lagst á drykkir og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar.Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns og vínkynningar eða sértilboð á bjórfötum. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum. Matarpakkinn: Út að borða á sérreknu veitingastöðunum: Svalaklefi: 7 daga sigling 3 sinnum út að borða, 8-11 daga sigling 4 sinnum út að borða og 12 dagar og meira 5 sinnum út að borða. Gildir fyrir allt að 3 í svalaklefa. Innklefi og Stúdío: 7 daga sigling: 1 sinni út að borða, 8-11 daga sigling: 2 sinnum út að borða og 12 dagar og lengra, 3 sinnum út að borða. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð.Gidlir fyrir allt að 3 saman í klefa. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa per höfn til að nota í skoðunarferðir. Safnast ekki upp ef ekki er notað. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
13. Júní- Laugardagur- Keflavík – Feneyjar
Flogið með Icelandair og KLM til Feneyja. Ekið til hótels í Mestre (Feneyjar). Gistum þar í tvær nætur.
14. Sunnudagur – Júní – Feneyjar
Notum dagana til að skoða Feneyjar enda margt og mikið að sjá í þeirri merku borg.
15. Júní – Mánudagur- Siglingin hefst
Brottför frá hóteli um kl.11:00. Um tvo tíma tekur að aka til Ravena. Viva leggur úr höfn klukkan 16:00.
16. Júní – Þriðjudagur – Kotor
Komið til Kotor 13:00 og farið kl. 23:59.
Kotor í Svartfjallalandi hét einu sinni “Cattaro” og tilheyrði Ítalíu. Íbúafjöldi er 13.347, bærinn er afar fallegur og hefur mikla sögu. Bærinn stendur við Kotor flóa og umhverfið er afar mikilfenglegt.
Kotor er afar vinsæll komustaður skemmtiferðaskipa í Króatíu er oft kölluð “Perla Eyjaálfunnar” og er einhver skemmtilegasta borg sem skemmtiferðaskip koma til. Borgin er girt 13. aldar virkisveggjum, fræg fyrir gamlar sögufrægar bygginar, götur iðandi af mannlífi, veitingastöðum og fallegri strandlegngju.
17. Júní – Miðvikudagur – Dubrovnik
Komið til Dubrobnik 07:00 og farið kl. 16:39.
18. Júní – Fimmtudagur – Á siglingu
19. Júní – Föstudagur- Salerno Amalfi Coast
Komið kl.07:00 og farið kl.18:00
Salerno er forn borg við Salerno flóa. Landslagið umhverfis borgina er afar fallegt og stutt frá er hin fræga Amalfi strönd. Í Salerno var fyrsti læknaskóli Evrópu og borgin býr yfir mikilli sögu. Borgin státar af fjölda veitingahúsa, mannlífi og mörgu fleiru.
20. Júní – Laugardagur – Róm (Civitavecchia)
Komum til Civitavecchia kl 06:45 og farið aftur kl 17:00.
Hin sögufræga Róm er ein frægasta borg í heimi. Hægt er að bóka skemmtilegar skoðunarferðir til borgarinnar á vegum skipsins. Öryggið við að bóka í skipsferð er að ef seinkun verður þá bíður skipið en ekki eftir þeim sem eru á eigin vegum.
21. Júní – Sunnudagur – Livorno
Komið til Livorno kl.07:00 og farið kl.22:00.
Nú erum við komin í Toskana héraðið norðarlega á Ítalíu. Komum þangað kl 06:00 og förum aftur kl 19:00. Héðan er stutt til Pisa og Flórens auk þess sem mjög gaman er að skoða Cinque Terre, litlu þorpin fimm sem eru byggði við jafnmargar víkur.
22. Júní – Mánudagur – Nice (Monaco)
Komið til Nice kl.07:00 og farið kl. 18:00
Nice hefur viðurnefnið “Nice la Bella” sem þýðir Nice fallega. Ein af fegurstu borgum Frakklands og þaðan er stutt að fara til Monaco eða um háftíma akstur.
Hægt að bóka sig í margar skoðunarferðir frá skipinu til Monaco og víðar.
23. Júní – Miðvikudagur – Palma Mallorka
Komið til Palma kl. 13:00 og farið kl. 21:00
Palma er höfuðborg Mallorka, afar falleg og skemmtileg borg sem gaman er að skoða.
24. Júní – Fimmtudagur – Barcelona – Siglingu lýkur
Komið til Barcelona kl. 06:30 og við förum til hótels um kl.10:00 eftir að hafa snætt morgunmat um borð.
Barcelona er höfuðborg Katalóníu þekkt fyrir sögufrægar byggingar, iðandi mannlíf og fallega strönd.
25. Júní – Föstudagur – Barcelona
Notum daginn til að skoða Barcelona, röltum niður Römbluna eða förum á ströndina.
26. Júní – Barcelona – Keflavík
Flogið heim með Icelandair.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.