Brottför 9. apríl, heimkoma 4. maí. 2026

Miami til Seattle um Panamaskurðinn

Þetta er 25 daga ferð þar sem við skoðum marga ákvörðunarstaði auk þess að gista tvær nætur í Orlando. Í siglingunni er dvalið i tvo daga í San Francisko.

Flogið með Icelandair til Orlando og gist þar í tvær nætur. Siglt er frá Miami 11. apríl vestur Karíbahaf.  Komið við í Cartagena í Kólombíu, Colón, siglum upp Panama skipastigann, Gatum vatn, Panamaborg, Puerto Caldera Puntarenas í Costa Rica, Puerto Quetzal í Guatemala, Acapulco í Mexikó, Cabo San Lucas í Mexíkó, Los Angeles, San Francisko, Victoria í Kanada og síðan Seattle þar sem siglingu lýkur.

Glæsiskipið Norwegian Encoure

Norwegian Encoure var smíðað 2019. Það er rúmlega 169.000 brúttótonn, 333 m á lengd og 41 metri á breidd. Það rúmar 3.958 farþega og í áhöfn eru 1.735 manns. Um borð er fjöldi veitingastaða, barir, diskótek, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð í ferðina kemur í maí 2025.

Hægt er að skrá sig án skuldbindingar í ferðina og síðan verður verð sent til viðkomandi í maí og þá er hægt að staðfesta bókunina.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tuttugu og þriggja nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
More At SeaDrykkjarpakki: Innfelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH: skattur getur lagst á drykkir og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar.Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns og vínkynningar eða sértilboð á bjórfötum. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum. Matarpakkinn: Út að borða á sérreknu veitingastöðunum: Svalaklefi: 7 daga sigling 3 sinnum út að borða, 8-11 daga sigling 4 sinnum út að borða og 12 dagar og meira 5 sinnum út að borða. Gildir fyrir allt að 3 í svalaklefa. Innklefi og Stúdío: 7 daga sigling: 1 sinni út að borða, 8-11 daga sigling: 2 sinnum út að borða og 12 dagar og lengra, 3 sinnum út að borða. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð.Gidlir fyrir allt að 3 saman í klefa. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa per höfn til að nota í skoðunarferðir. Safnast ekki upp ef ekki er notað.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

9. apríl – Fimmtudagur – Keflavík – Orlando

Flogið til Orlando með Icelandair  þar sem gist verður í tvær nætur.

 

10. Apríl- Föstudagur – Orlando

Frjáls dagur í Orlando, golf, sólbað, skemmtigarðar eða verslanir, bara það sem fólk vill.

11. Apríl – Laugardagur – Sigling hefst

Farið frá hótelinu eftir morgunverð og til Miami þar sem Encore bíður okkar. Lagt úr höfn kl 16:30.

12. – 13. Apríl – Sunnudagur og mánudagur – á siglingu

Verðum á siglingu báða dagana og um að gera að njóta alls þess sem skipið hefur upp á að bjóða.

14. Apríl– Þriðjudagur – Kólombía, Cartagena 

Komið til Cartagena í Kólombíu kl 07:00 og farið kl 16:00.

Cartagena er aðalhafnarborg norður Kólombíu og gengdi lykil hlutveri í Vestur Inda leiðinni. Borgin hefur mikið sögulegt gildi og áhugaverður staður til að skoða.

 

15. Apríl – Miðvikudagur – Colón, Panama 

Colón er borg og höfn í Panama, við Karíbahaf, nálægt inngangi Atlantshafsins í Panama-kanalinn. Hún er höfuðborg Colón-héraðs í Panama og er spennandi áfangastaður þar sem margt  er að sjá. Komið til Cólon kl. 8:30 og farið kl. 19:00.

16. Apríl  – Fimmtudagur – Panama City

Förum upp skipastigann snemma morguns, siglum á Gatun vatninu í björtu og förum síðan niður á ný, en nú Kyrrahafsmegin.

 

17. Apríl – Föstudagur – á siglingu

Verðum á siglingu allan daginn. Þá er hægt að kíkja í laugina, fara á bókasafnið eða bara slappa af og gera ekki neitt.

 

18. April  – Laugardagur – Puerto Caldera Puntarenas Costa Rica

Komum kl. 7:00 og förum kl. 20:00.

Puerto Caldera er ein vinsælasti áfangastaður skemmtiferðaskipa í Costa Rica.

 harbour with yachts in Alicante

 

19. Apríl – Sunnudagur – á siglingu

Alltaf nóg um að vera um borð, sólbað, kíkja í líkamsræktina eða heilsulindina, alls konar námskeið og margt fleira.

 

20. Apríl – Mánudagur – Puerto Quetzal Guatemala

Komum til Puerto Quetzal í Guatimala kl 07:00 og förum á ný kl 17:00

Puerto Quetzal er stærsta hafnarborg Kyrrahafs og mikið um að vera þar. Hægt að bóka náttúruskoðunarferðir, fiskitúra og margt fleira.

Free Acapulco Ocean photo and picture

 

21. Apríl – Þriðjudagur – á siglingu

Á sjó. Kíkja í laugina, fara á bókasafnið eða bara slappa af og gera ekki neitt.

Norwegian - Epic

 

22. Apríl  –Miðvikudagur– Acapulco  Mexico

Komið hingað kl 07:00 og farið á ný kl 18:00.

Acapulco var einu sinni eftirsóttur staður af Holliwood kvikmyndastjörnum og efnuðu fólki. Acapulco er fræg fyrir strendur og strandhótel enda veðurfarið afar hagstætt sóldýrkendum. Acapulco er nefnd  “Rivera Mexikó” með öll lúxushótelin og einnig er hægt að fara í fiskitúra sem Acapulco er þekkt fyrir.

Acapulco

23. Apríl – Fimmtudagur – Á siglingu

24. Apríl – Föstudagur –  Puerto Vallarta

Síðasta tækfifærðið til að gera eitthvað skemmtilegt um borð á meðan við tökum stefnuna á Los Angeles. Hvers vegna ekki að prófa kappaksturbrautina?

Perto Vallarta er mjög eftirsóttur staður af Bandarískum og Kanadískum ferðamönnum. Bærinn er staðsettur á Kyrrahafsstönd Mexikó í Jalisco fylki.  Bærinn er þekktur fyrir strandir, náttúrufegurð og fiskveiðiferðir.

25. Apríl – Laugardagur – Capo San Lucas Mexikó

Komum  kl 07:00 og förum frá borði um kl 15:00.

Capo San Lucas oft nefnd Cabo er borg við suðurenda Baja Caliornia skagans. Borgin er þekkt fyir fallegar strendur og fjölbreytta náttúru.

Free A stunning aerial view of Cabo San Lucas coastline during sunset, showcasing the beautiful seascape and cityscape. Stock Photo

 

 

26. Apríl – Sunnudagur – Á siglingu

Bliss Aerial

27. Apríl – Mánudagur –  Los Angeles 

Los Angeles eða borg englanna þekkt fyrir Hollywood og fræga leikara, kvikmyndaver og glamúr. Í Los Angeles var hin fræga hljómsveit The Doors stofnuð árið 1965 og á Sunset Boleward er hið vinsæla Doors safn og Whiskey a Go Go klúbburinn þar sem hljómsveitin spilaði í upphafi og varð síðan heimsfræg eins og þekkt er.

Komið kl. 08:00 og farið kl. 23:00

28. Apríl – Þriðjudagur – Á siglingu

Í dag hlöðum við batteríin og slökum á.

29. Apríl -Miðvikudagur – San Francisco þar sem stoppað er í tvo daga 

Komið kl. 08:00

San Francisko er ein frægasta borg Bandaríkjana. Fræg fyrir hæðótt stræti þar sem til dæmis kvikmyndin Bullit með Steve McQueen í aðalhutverki á Mustang Fastback 1969 var tekin og hann eltur af vondu körlunum sem óku Dodge Charger 1968 með hinni öflugu 440 kúbika vél. Rétt úti í flóanum er hin fræga eyja Alcatrash með fangelsinum fræga. Við mælum með skoðunarferð þangað, hverrar mínútu virði. Gamli bærinn ofan við höfnina er frægur fyrir byggingar og sögu en látið ykkur ekki bregða, vörumerki San Fransancisko eru útgigangsmennirnir sem halda til í miðbænum. Golden Gate brúin fræga er ekki langt undan, sæljónin við höfnina er mjög gaman að sjá og margt fleira. Engum ætti að leiðast í þessari frábæru borg.

Golden Gate Bridge during daytime

29. Apríl – Fimmtudagur- San Francisko  

Notum þennan dag til að skoða þessa einstöku borg. Mælum með að taka morgun skoðunarferð í Alctatrash fangeslið. Fariið er frá höfninni á bát og hægt að kaupa miða þar. Encoere siglir úr höfn kl.17:00

Alcatraz Prison photo during daytime

30. Apríl – Föstudagur- Á siglingu

1. Maí – Laugardagur –  Á siglingu

2. maí – Sunnudagur – Victoria í Bresku Kolombíu

Komið kl. 16:00 og farið kl. 23:59

Vicotoria er höfuðborg Bresku Kolombíu í Kanada. Íbúafjöldi er 91.867 og er borgin en þéttbýlasta borg í Bresku Kolombíu þekkt fyrir sögufrægar bygginar og náttúru.

a harbor filled with lots of boats and lots of flowers

3. Maí – Mánudagur – Seattle Siglingu lýkur.

Komið til Seattle kl.07:00 og eftir morgunverð er farið í skoðunarferð um borgina og endað  á flugvellinum. Heimflug með Icelandair.

Farið út á flugvöll snemma morguns og fljúgum til Seattle og síðan heim með Icelandair og lent snemma að morgni 13. mars í Keflavík.

Fararstjóri: Skúli Unnar Sveinsson - Fararstjóri

Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

Bliss Aerial
Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Mini Suite
Bliss Aerial
Bliss Escape Tortola
Bliss Alaskan Landscape
Bliss Atrium Bar
Bliss Casino Skyline Bar
Bliss District Brew House Bar
Bliss District Brew House Lounge
Bliss Humidor Cigar Lounge
Bliss Race Track
Bliss Race Track
Bliss Sugarcane Mojito Bar
Bliss Observation Lounge
Bliss Oceanview