Brottför 19. mars, heimkoma 6. apríl 2026.
3 nætur í Bankok, 12 nátta sigling og 3 nætur í Singapore
Flogið til Bankok 19. mars og gistum þar í þrjár nætur áður en við förum um borð í Sun. Siglt er til Ko Samui Thailandi, Ho Chi Minh City Vietnam, Port Klang Kuala Lumpur Malysia, Pengang Malysa, Langawi Malysa, Phuket Thailandi og Singapore þar sem gist er í þrjár nætur.
Glæsiskipið Norwegian Sun
Norwegian Sun var smíðað árið 2008 og allt tekið í gegn 2021. Það er 78.309 brúttótonn, rúmir 258 m á lengd og 38 m á breidd. Farþegar eru 1.878 og í áhöfn eru 906 manns og siglingarhraði er 23 hnútar.
Verð á mann (miðað við að tveir séu saman í klefa) í svalaklefa kr. 1.280.000 kr. og verð á mann í innklefa kr. 1.080.000
INNIFALIÐ: | Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tólf nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. More At Sea: Drykkjarpakki: Innfelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH: skattur getur lagst á drykkir og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar.Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns og vínkynningar eða sértilboð á bjórfötum. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum. Matarpakkinn: Út að borða á sérreknu veitingastöðunum: Svalaklefi: 7 daga sigling 3 sinnum út að borða, 8-11 daga sigling 4 sinnum út að borða og 12 dagar og meira 5 sinnum út að borða. Gildir fyrir allt að 3 í svalaklefa. Innklefi og Stúdío: 7 daga sigling: 1 sinni út að borða, 8-11 daga sigling: 2 sinnum út að borða og 12 dagar og lengra, 3 sinnum út að borða. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð.Gildir fyrir allt að 3 saman í klefa. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
19. mars Keflavík – Bankok
Flogið til Bankok með tengiflugi og gist þar í þrjár nætur. Gistingin er á Anantarna Siam Bankok sem er 5 stjörnu frábærlega vel staðsett hótel.
Bankok með sín gylltu musteri og hallir. Musteri Emerald Buddha útskorið úr jade er skylduáhorf fyrir alla. Dögunarhofið við ánna er töfrandi og þess virði að skoða. Konungshöllin er gríðarstór og samanstendur af gylltum útskornum byggingum. Þar er sögusvið Önnu og konungsins af Síam. Höllin er enn notuð af konungsfjölskyldunni. Bankok er ógleymanleg borg sem er gaman að heimsækja.
20. og 21. mars Bankok
Frjálsir dagar sem fólk getur nýtt til að skoða sig um, versla eða hvað eina sem fólki dettur í hug.
Hotel Anantara Siam Bankok
22. mars Siglingin hefst
Farið frá hótelinu eftir hádegi og ekið niður á höfn þar sem Norwegian Sun bíður okkar. Lagt úr höfn kl 19:00.
23. mars Ko Samui Tahilandi
Ko Samui er skógivaxin eyja með fögrum ströndum, stórkostlegri náttúru, kókoshnetu ræktun og fleiru. Hægt er að fara í ferð með fílum en einnig er frábært að versla krydd silki og fleira.
24. mars Sigling
Á siglingu allan daginn og um að gera að skoða skipið og læra aðeins á það og auðvitað njóta þess sem boðið er uppá um borð, bæði í mat, drykk og ekki síður skemmtilegri dagskrá.
25. mars. Phu My Ho Chi Minh City Vietnam
Upplfiðu hina mögnuðu arfleið Saigon og Mekong Delta. Hægt að fara í ógleymanlega reiðhjólaferð með „Sick Low“ eins og það er kallað. Saigon státar af nýlenduarkítektúr og líflegum mörkuðum. Borgin er skemmtileg andstaða við gróskumiklar sveitir með hrísgrjónaökrum og litlum þorpum umhverfis borgina. Matargerð Saigon samanstendur af blöndu af matreiðslu heimamanna, einstakri blöndu af asískum kryddum og frönskum matreiðslustíl.
26.mars. Phu My Ho Chi Minh City
27. mars Sigling
Nú er um að gera að njóta lífsins um borð enda nóg um að vera og hlaða batteríin fyrir næstu höfn.
28. mars Port Klang Kuala Lumpur Malysia
Kuala Lumpur höfuðborg Malasíu er blanda af nýlendutímanum, íslömskum og nútímalegum arkitektúr. Petronas turnarnir og hiða fallega Masjik Jamek sem eitt sinn var aðalmoskva Kuala Lumpur. Frá Kuala Lumpur turninum er stórbrotið útsýni en hann stendur á hæsta punkti borgarinnar. Á markaðinum í borginn er fjöldi sölubása og verslanna þar sem hægt er að kaupa minjagripi án þess að prútta.
29. mars Penang Malysia
Pengang er þekkt sem Perla Austurlanda, regnskógarnir á eyjunni er afar fallegir, fjöll með mörgum fossum og svo fallegar sandstrendur. Í Georg Town er sögufræg hverfi, blanda af nýlendu byggingum og kínverskri arfleið. Þar eru musteri á heimsminjaskrá UNESCO. Hið risastóra Kek Lok Si hof er áhugavert að skoða og þaðan er stórfenglegt útsýni yfir Georg Town. Þar er uppálagt að taka myndir. Í Penang er ríkulegt úrval af Street Food stöðum sem ætti að freista matgæðinga.
30. mars Langkawi Malysia
Langkawi er áhugverður staður með hæðóttu landslagi, Hilim Karst skógurinn þar sem hægt er að fara í bátsferðir um undurfagurt landslang, borða á fjótandi veitingastöðum og síðan er hægt að fara á Cenang Beach í afslöppun. Kuah Town er áhugaverður staður með Duty Free búðum ef menn vilja versla.
31. mars Phuket
Skoðaðu hina frábæru Phuket með glæsiströndum og með 19.aldar kínverskri og vestrænni byggingarlist. Gaman að skoða töfrandi Búddamusterið Wat Chalong með risastórri gylltri búddastyttu. Phang Nga þjóðgarðurinn er stórkostlegur og varð frægur vegna James Bond myndarinnar “The Man with the Golden Gun”. Hægt er að versla í Phuket silki, tékkgripi fagurlega útskorna og margt fleira.
1. apríl Sigling
2. Apríl Singapore siglinu lýkur
Singapore eða The Republic of Singapore er eyja í suð austur Asíu. Íbúafjöldi er tæpar sex miljónir. Opinbert tungumál er Malay og Enska. Einu sinni bresk verslunarmiðstöð með gömlum kínahverfum og litríkum hindúa musterum. Borgin státar af mörgum skýjakljúfum. Hægt er að fara í stutta siglingu á Singapore ánni eða fara með hjólataxa um borgina. Gist á Park Roal Hótel sem er 5 stjörnu hótel staðsett í miðbæ Singapore.
3. – 5. apríl Singapore
5. apríl Singapore – Keflavík
Flogið heim með tengiflugi til Keflavíkur.
Fararstjóri: Hafliði Kristinsson.
Hafliði er menntaður í guðfræði og fjölskyldu og hjónameðferð. Hann starfaði sem prestur í 13 ár og eftir það sem fjölskylduráðgjafi sl. 24 ár. Með ráðgjafstarfinu hefur hann einnig unnið við leiðsögn undanfarin 8 ár eftir að hafa aflað sér réttinda hjá Endurmenntun Háskólans. Hafliði hefur unnið að leiðsögn bæði innanlands með erlenda ferðamenn og með Íslendinga í erlendis.