Brottför 13. október . Heimkoma 30. október.

Siglt frá Barcelona til Miami með Jewel.

Flogið til Barcelona þar sem gist er í tvær nætur. Siglingin til Miami er 12 nátta og á leiðinni er komið við í Cadiz á Spáni, Lissabon í Portúgal og á Azoreyjum á Bermuda og endaði í Miami, ekið til Orlando þar sem gist er í tvær nætur áður en lagt er af stað heim þann 29. október og lent í Keflavík að morgni 30. október.

Glæsiskipið Norwegian Jewel

Norwegian Jewel er 93,500 brúttótonn, 294 metrar á lengd, 38 metra breitt og tekur 2.330 farþega. Áhöfnin er 1.069 og ganghraði er 20 hnútar. Jewel er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.

Verð á mann í svalaklefa 690.000 kr. og verð á mann í innklefa 580.000 kr.
Einn í svalaklefa: 890.000. Einn í innklefa 690.000

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelum í Barcelona og í Orlando, 12 nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið. Matarpakkinn: tvisvar sinnum út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 250 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

13. október. Ferðin hefst

Flogið til Barcelona með Icelandair og farið beint á hótel þar sem við gistum í tvær nætur.

Barcelona

14. október. Barcelona

Af nógu að taka í Barcelona. Stuttur göngutúr með fararstjóra fyrir það sem það vilja.

Golf

15. október. Sigling hefst

Förum frá hótelinu rétt fyrir hádegi og um borð í Jewel sem leysir landfestar kl. 17:00

Norwegian Jewel Pictures | U.S. News Best Cruises

16. október. Á siglingu

Rólegheit um borð og um að gera að njóta þess sem skipið býður uppá. Siglum um Gíbraltarsundið um kvldið.

17. október. Cadiz (Sevilla)

Komum kl 06:00 til Sevilla og förum þaðan kl 16:00. Falleg borg sem gaman er að rölta um, en hún er höfuðborg Andalúsíuhérðas.

18. október. Lissabon

Lissabon er falleg borg og margt að sjá þar. Komum kl 09:00 og förum á ný kl 17:00.

Myndaniðurstaða fyrir norwegian jewel

19. október. Á siglingu

Njótum dagsins á siglingu í átt að Azoreyjum.

20. október. Ponta Delgada

Komum til São Miguel eyjarinnar í Azora eyjaklasanum sem tilheyrir Portúgal. Leggjum að í Ponta Delgada kl 12:00 og förum á ný kl 20:00.

Myndaniðurstaða fyrir norwegian jewel

21. – 26. október. Á siglingu

Sex dásemdar dagar um borð og alltaf nóg um að vera. Sólbað, heitu pottarnir, vínsmökkun, leiksýnigar, heilsulindin, ræktin, leiksýningar og svo mætti lengi telja. Um að gera að njóta þess að vera úti á miðju Atlantshafinu.

Miami

27. október. Siglingu lýkur

Leggjum að bryggju í Miami kl 07:00 og förum beinustu leið til Orlando og ættum að vera komin þangað um kl 14:00. Gistum í tvær nætur.

Orlando Outlet

28. október. Orlando

Nú er rétti tíminn til að kíkja í búðir eða í golf, eða einhvern af skemmtigörðunum. Nóg að gera í Orlando.

Orlando

29. október.  Heimferð

Farið út á flugvöll eftir hádegið og flogið heim með Icelandair. Lent í Keflavík um 06:00 að morgni 30. október.

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - Fararstjóri

Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.