Gríska eyjahafið frá Feneyjum 20. september – 7. október.

Flogið til Feneyja með Icelandair og KLM. Gistum í fjórar nætur og förum síðan í 10 nátta siglingu með NCL Pearl frá Trieste þar sem komið er við í Kober í Slóveníu, Dubrovnik í Króatíu, Kotor í Svartfjallalandi, á Korfú, Katakolon, Santorini og Mykonos í Grikklandi áður en siglingin endar í Aþenu. Þar gistum við í þrjár nætur áður en við fljúgum með SAS og Icelandair heim  og lendum kl 23:50 í Keflavík.

Glæsiskipið Norwegian Pearl

Norwegian Gem er 93.530 brúttótonn, 294 m að lengd og tæplega 38 m breitt. Farþegar eru 2.344 og 1.072 eru í áhöfn þess. Skipið var byggt árið 2006 og fór í góða yfirhalningu árið 2021.  Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa er 795.000 og 600.000 í innklefa.

Verð fyrir einn í svalaklefa 1.080.000 og einn í innklefa 746.000

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tíu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”.Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck.Matarpakkinn: Út að borða á sérstöku veitingastöðunum: tvisvar sinnum fyrir gestir í svalaklefi og einu sinni fyrir gestir í innklefar og stúdíóklefar.WiFi: 50 mínútur á þráðlausa netinu um borð. 

Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.

EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

 

20. september – laugardagur – Keflavík – Feneyjar

Flogið um miðjan dag með Icelandair og KLM til Feneyja. Brottför frá Keflavík kl.07:40 og lendum í Feneyjum kl.16:50. Ekið til hótels Gistum þar í fjórar nætur á Hótel Ambasciatori Mestre.

21. – 23. september – sunnudagur til þridjudagur – Feneyjar

Notum dagana til að skoða Feneyjar enda margt og mikið að sjá í þeirri merku borg. Einnig er gaman að kíkja á Mestre, bæinn sem við gistum í.

24. september – miðvikudagur – Siglingin hefst

Brottför frá hóteli um kl.10:00 og ekið til Trieste, tekur um tvo tíma. Pearl leggur úr höfn klukkan 20:00.

25. september – fimmtudagur – Á siglingu

Erum á siglingu suður Adríahafið allan daginn og um að gera að skoða skipið og njóta þess sem boðið er upp á um borð.

26. september – föstudagur – Koper, Slóvenía

Komið til Slóveníu kl 08:00 farið á ný kl 18:00.

27. september – laugardagur – Zadar, Slóvenía 

Komum til Zadarí Króatíu kl 06:00 og farið á ný kl 15:00. Í þessum skemmtilega bæ búa ríflega 70.000 manns og er hann fjórði stærsti bær landsins. Skemmtilegur gamall bær þar sem m.a. hafa fundist leifar frá steinöld.

28. september – sunnudagur – Dubrovnik, Króatía

Komum til Dubrovnik í Króatíu kl 07:00 og farið á ný kl 19:00. Gaman að fara upp í gamla bæinn sem er umlukinn virkisveggjum.

29. september – mánudagur – Kotor, Króatía

Vörpum ankerum kl 08:00 og farið aftur kl 18:00. Falleg sigling inn að þessum bæ. Farið í land með léttabátum. Skemmtilegur lítill bær sem gaman er að rölta um.

30. september – þriðjudagur – Korfú, Grikkland

Þá erum við komin til Grikklands, til eyjunnar Korfú. Lagt að bryggju kl 09:00 og farið á ný kl 18:00. Fallegur bær og gaman að fara upp í gamla kastalann sem er þar.

1. október – miðvikudagur – Katakolon, Grikkland

Lítill bær, aðeins um 500 íbúar, og tilvalið að fara upp í Olympíu hina fornu og skoða meðal annars staðinn þar sem ólympíueldurinn er kveiktur í aðdraganda Ólympíuleikanna. Í Katakolon er líka pínulítið safn sem vert er að skoða.

2. október – fimmtudagur – Santorini, Grikkland

Vörpum ankerum úti fyrir eynni kl 12:00 og dveljum þar til kl 22:00. Gaman að vera uppi á dekki þegar við nálgumst eyna.

3. október – föstudagur – Mykonos, Grikkland

Komum hér kl 09:00 og förum á ný kl 19:00. Mjög gaman að ganga um bæinn, litlar og þröngar götur, hvítkölkuð hús og skemmtilegar litlar búðir og kaffihús.

4. október – laugardagur – Siglingu lýkur – Pireus, Aþena, Grikkland

Komum til Pireus, hafnarborgar Aþenu kl 06:00. Förum frá borði um 09:00 og í rútu sem fer með okkur á Hótel Stanley  þar sem við gistum í þrjár nætur.

5. og 6. október – sunnudagur og mánudagur – Aþena, Grikkland

Höfuðborg Grikklands er full af sögu og fallegum minnisvörðum um þá sögu. Mikið og margt að skoða hér, Akrapolis, Plaka, Ólympíuleikvangurinn og margt fleira.

7. október – þríðjudagur – Heim

Förum út á flugvöll um morgunin, fljúgum með SAS og Icelandair heim og lendum í Keflavík kl 23:50

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

ATH. Það er ekki komið kort af þessari ferð hjá NCL, en þetta kemst nærri því hvaða leið við förum.