Gríska eyjahafið frá Aþenu 15. til 26. ágúst 2025

Flogið til Aþenu með Icelandair og SAS. Gistum í tvær nætur í Aþenu og förum síðan í 7 nátta siglingu með NCL Viva þar sem komið er við í Kusadasi og Istanbúl í Tyrklandi, Mykonos, Santorini og Ródos í Grikklandi áður en leiðin liggur á ný til Aþenu þar sem gist er í tvær nætur.

Glæsiskipið Norwegian Viva

Norwegian Viva var byggt 2023, er 142.500 brúttótonn, 294 m á lengd og tekur 3.195 farþega og 1.506 eru í áhöfn þess. Um borð er fjöldi  veitingastaðir, kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, heilsulind, leikhús sem tekur tæplega 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa er 640.000, í innklefa 555.000.

Einn í svalaklefa 835.000, í innklefa 680.000

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, sjö nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
More At Sea

Drykkjarpakki: Innfelur mikið úrval af áfengum drykkjum með örfáum undantekningum. Allir gosdrykkir og óáfengir drykkir innifaldir nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH: skattur getur lagst á drykkir og mat í sumum höfnum og fer sá kostnaður á reikning viðkomandi viðskiptavinar.

Innifelur ekki Mini Bar í klefum, Connoisserur‘s Collection, léttvíns og vínkynningar eða sértilboð á bjórfötum. Allt vín og kokteilar eru bornir fram í glösum, bjór er borinn fram í glösum eða flöskum

Matarpakkinn: Út að borða á sérreknu veitingastöðunum: Svalaklefi: 7 daga sigling 3 sinnum út að borða, 8-11 daga sigling 4 sinnum út að borða og 12 dagar og meira 5 sinnum út að borða. Gildir fyrir allt að 3 í svalaklefa. Innklefi og Stúdío: 7 daga sigling: 1 sinni út að borða, 8-11 daga sigling: 2 sinnum út að borða og 12 dagar og lengra, 3 sinnum út að borða.

WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð.

Gidlir fyrir allt að 3 saman í klefa.

Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa per höfn til að nota í skoðunarferðir. Safnast ekki upp ef ekki er notað.

ATH: Fyrir þá sem bókuðu fyrir 1. Október 2024 þá uppfærist aðeins drykkjarpakkinn en út að borða pakkinn er óbreyttur eins og hann var.

EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

15. ágúst – föstudagur – Keflavík – Aþena

Flogið með Icelandair og SAS  til Aþenu. Brottför frá Keflavík kl.01:10 og lent í Aþenu kl.14:00 Ekið sem leið liggur upp á hótelið þar sem við gistum í tvær nætur. Notum þessa tvo daga til að skoða Aþenu.

16. ágúst – fimmtudagur – Aþena 

Höfuðborg Grikklands er full af sögu og fallegum minnisvörðum um þá sögu. Mikið og margt að skoða hér, Akrapolis, Plaka, Ólympíuleikvangurinn og margt fleira.

17. ágúst – laugardagur – Siglingin hefst

Brottför frá hóteli um kl.10:30 og Viva leggur úr höfn klukkan 17:00.

18. ágúst – sunnudagur – Kusadasi

Komið á vesturströnd Tyrklands, til Kusadasi, kl. 6:30 og farið á ný kl. 13:30.

19. ágúst – mánudagur – Istanbul

Komið til Istanbul kl 9:30 og gistum þar á skipinu eina nótt.

Í Istanbúl, vestur mætir austri og borg hefur tengt saman menningu marga menninharheima. Þar eru margir fallegir staðir til að heimsækja. Meðal helstu ferðamannastaða eru moskur. Ein stærsta moskan í Istanbúl er Suleymaniye moskan sem er staðsett nálægt Grand Bazaar.

20. ágúst – þriðjudagur –  Istanbul

Frjáls dagur í Istanbul, skipið leggur úr höfn klukkan 16:00.

21. ágúst – fimmtudagur – Mykonos

Komið til Mykonos kl 11:00 og farið á ný kl. 20:00.

22. ágúst – föstudagur – Santorini 

Komið til Santorini kl 8:00 og farið á ný kl 22:00. Falleg eyja þar sem farið er með ösnum upp í bæinn, eða kláfurin tekinn og svo er auðvitað hægt að ganga upp líka. Sólarlagið þarna þykir sérlega fallegt.

23. ágúst – laugardagur – Ródos

Komið til Ródos kl. 8:00 og farið á ný kl. 16:00. Einn af fallegustu sumarleyfisstöðum Grikklands. Gaman er að rölta um gamla bæinn í Ródos, þar er fullt af sölubúðum, matsölustöðum.

24. ágúst – sunnudagur – Aþena – Sigling lýkur

Komið í höfn í Pireus, hafnarborg Aþenu, kl 07:30. Akropolis og Plaka, gamli bærinn við rætur þessarar frægu hæðar. Hvoru tveggja er vert að kíkja á.

25. ágúst – mánudagur – Aþena 

26. ágúst – Þriðjudagur – Aþena – heimferð Brottför frá Aþenu kl.14:50 og lent í Keflavík kl.23:50

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.