Við hjónin skelltum okkur í brúðkaupsferð fyrir rétt um ári síðan. Fyrir valinu varð sigling í Karíbahafinu á vegum umboðsaðila Norwegian Cruise Line. Núna ári síðar erum við enn í skýjunum með ferðina. Fararstjórn Skúla var nákvæmlega eins og við hefðum best getað hugsað okkur og allar upplýsingar sem við fengum um ferðina í bókunarferlinu stóðu eins og stafur á bók. Við mælum eindregið með því að velja að ferðast með þessari ferðaskrifstofu og eigum vafalítið eftir að fara í aðra siglingu, vonandi fyrr en seinna.
Takk fyrir okkur Skúli.
Örvar og Sandra
Seyðisfirði