Siglingar 2026

Nú eru 10 siglingar fyrir 2026 komnar á www.sulatravel.is. Hér eru fyrstu fjórar en allar ferðirnar má skoða undir “Skemmtisiglingar”

Panamaskurðurinn 17. janúar – 4. febrúar 2026

Tvær nætur í Miami, 12 nátta sigling og 4 nætur í Orlando.

Flogið með Icelandair til Miami 17. janúar og gist þar í tvær nætur áður en farið er um borð í Jewel. Komið er við í George Town á Caman eyjum, Cartagena í Kólombíu, farið upp skipasigan Atlantshafsmegin og siglt á Gatun vatninu. Síðdegis er síðan farið aftur niður sama skipastiga og stoppað í Colón í Panama, Puerto Limon í Costa Ríka, Harvest Caye, einkaeyju skipafélgasins úti fyrir Belís. Þaðan liggur leiðin til Cozumel í Mexíkó og loks til Miami á ný. Ekið þaðan til Orlando og gist í fjórar nætur áður en flogið er heim með Icelandair og lent í Keflavík að morgni 4. febrúar.

Singapore til Bankok  7. mars -25. mars 2026 Uppselt

3 nætur í Singapore, 12 nátta sigling og 3 nætur í Bankok

Flogið til Singapore 7. mars  og gistum þar í þrjár nætur áður en við förum um borð í Sun. Siglt er til Phutet í Thailandi, Penang í Malaysia, Kuala Lumpur í Malaysia, Bintan Islands Indonesia, Ho Shi Minch City Vietanm, Ko Samui Thailand og Bankok (Laem Chabang) Thailand þar sem gist er í þrjár nætur.

Bankok til Singapore 19. mars – 5. apríl 

Flogið til Bankok 19. mars og gistum þar í þrjár nætur áður en við förum um borð í Sun. Siglt er til Ko Samui Thailandi, Ho Chi Minh City Vietnam, Port Klang Kuala Lumpur Malysia, Pengang Malysa, Langawi Malysa,  Phuket Thailandi og Singapore þar sem gist er í þrjár nætur.

Miami til Seattle um Panamaskurðinn 9. apríl til 4. maí 2026

Þetta er 25 daga ferð þar sem við skoðum marga ákvörðunarstaði auk þess að gista tvær nætur í Orlando. Í siglingunni er gist um borð í skipinu í eina nótt  í San Francisko en dvalið þar í tvo daga.

Flogið með Icelandair til Orlando og gist þar í tvær nætur. Siglt er frá Miami 11. apríl vestur Karíbahaf.  Komið við í Cartagena í Kólombíu, Colón, siglum upp Panama skipastigann, Gatum vatn, Panamaborg, Puerto Caldera Puntarenas í Costa Rica, Puerto Quetzal í Guatemala, Acapulco í Mexikó, Cabo San Lucas í Mexíkó, Los Angeles, San Francisko, Victoria í Kanada og síðan Seattle þar sem siglingu lýkur.

Nú eru allar siglingar 2023 komnar í sölu og eru á heimasíðunni okkar. Fjöldi spennandi siglinga er í boði og eins og undanfarin ár er allt innifalið í öllum siglingum. Allir sem bóka siglingu geta valið um tvo auka pakka sér að kostnaðarlausu. Þessi pakki heitir „Free at Sea“ og hægt er að velja um drykkjapakka, veitingahúsapakka, internet inneign eða inneign í skoðunarferð. Einnig geta þeir sem vilja ekki hafa drykkina innifalda sleppt drykkjunum og valið annan pakka í staðinn. Við hvetjum alla sem hafa hug á að sigla til þess að bóka sem fyrst.

Hægt er að bóka á heimasíðunni okkar, hringja eða koma í heimsókn og fræðast um siglingar sem í boði eru.