Brottför 25. janúar, heimkoma 14. febrúar.

Panamaskurðurinn frá Miami

Flogið með Icelandair til Orlando 25. janúar og gist þar í tvær nætur. Siglt er frá Miami og komið við í Cartagena í Kólombíu, farið upp skipastigan í Gatun vatnið og niður Kyrrahafsmegin í Panama City, Puerto Quetzal í Gvatemala, Acapulco, Puerto Vallarta, Mazatlán og Cabo San Lucas í Mexíkó áður en lagst verður að bryggju í Los Angeles. Þar gistum við í tvær nætur áður en flogið verður heim í gegnum Seattle og lent í Keflavík snemma morguns þann 14. febrúar.

Glæsiskipið Norwegian Bliss

Norwegian Bliss var smíðað 2018. Það er rúmlega 168.000 brúttótonn, 333 m á lengd og 41 metri á breidd. Það rúmar 4.000 farþega og í áhöfn eru 1.7216 manns. Um borð er fjöldi veitingastaða, barir, diskótek, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa, leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í svalaklefa 940.000 kr. og verð á mann í innklefa 820.000 kr.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, fimmtán nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”.  Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck.  ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

25. janúar

Flogið til Orlando með Icelandair  þar sem gist verður í tvær nætur.

Flórída hótel

26. janúar – Orlando

Frjáls dagur í Orlando, golf, sólbað, skemmtigarðar eða verslanir, bara það sem fólk vill.

Bliss Alaskan Landscape

27. janúar – Sigling hefst

Farið frá hótelinu eftir morgunverð og til Miami þar sem Bliss bíður okkar. Lagt úr höfn kl 17:30.

28. og 29. janúar – Á siglingu

Verðum á siglingu báða dagana og um að gera að njóta alls þess sem skipið hefur upp á að bjóða

30. janúar – Cartagena

Komið til Cartagena í Kólombíu kl 06:00 og farið kl 14:00.

Panamaskurður

31. janúar – Skipaskurðurinn

Förum upp skipastigann snemma morguns, siglum á Gatun vatninu í björtu og förum síðan niður á ný, en nú Kyrrahafsmegin. Leggjum að bryggju í Panama borg kl 20:00.

1. febrúar – Panamaborg

Gistum um borð um nóttina og förum síðan frá Panama kl 15:00 daginn eftir og verðum á siglingu það sem eftir lifir dags og þann næsta líka.

3. febrúar – Puerto Quetzal

Komum til Puerto Quetzal í Gvatimala kl 12 á hádegi og förum á ný kl 22:00

4. febrúar – á siglingu

Á siglingu í allan dag. Kíkja í laugina, fara á bókasafnið eða hvað eina sem fólk langar til.

5. febrúar – Acapulco

Þá erum við komin til Mexíkó, til Acapulco. Leggjum að bryggju kl 7 að morgni og förum kl 17:00 síðdegis.

Bliss Haven Observation Lounge

6. febrúar – Á siglingu

Alltaf nóg um að vera um borð, sólbað, heilsulyndin, alls konar námskeið og margt fleira.

7. febrúar – Puerto Vallarta

Komið hingað kl 07:00 og farið á ný kl 20:00. Fallegur bær og stutt er á fallegar strendur þar sem gaman er að snorkla og kafa.

8. febrúar – Mazatlán

Enn erum við á Mexíkönsku Riverunni. Komið hingað kl 07:00 og farið á ný kl 19:00. Hér býr um hálf milljón manna og gaman er að rölta um miðbæinn, kíkja í búðir og á kaffihús og skoða mannlífið.

9. febrúar – Cabo san Lucas

Komið hingað kl 07:00 og farið á ný kl 15:00. Farið í land með léttabátum. Skemmtilefgur 200.000 manna bær sem er þekktastur fyrir strendur í nágrenninu, ýmiskonar vatna leiki og næturlífið.

10. febrúar – Á siglingu

Síðasta tækfifærðið til að gera eitthvað skemmtilegt um borð á meðan við tökum stefnuna á Los Angeles. Hvers vegna ekki að prófa kappaksturbrautina?

11. febrúar – Siglingu lýkur

Komum til Los Angeles kl 08:00 og förum frá borði um kl 11:00, förum upp á hótel og gistum þar í þrjár nætur.

12. og 13. febrúar – Los Angeles

Nóg um að vera í Englaborginni og mikið að skoða.

14. febrúar – Heimferð

Farið út á flugvöll snemma morguns og fljúgum til Seattle kl 9:45 og síðan heim með Icelandair og lent snemma að morgni 15. febrúar í Keflavík.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Lilja Jónsdóttir. Lilja menntaði sig í ferðamálafræðum í Bretlandi og lauk einnig námi Farastjórar erlendis frá Ferðmálaskóla Íslands 2010. Hún hefur starfað sem farastjori í skemmtisiglingum til fjölda ára og starfað með skipafélgöum eins og Royal Caribbean, Celebrity Cruises, Carnival Cruises og Norwegian Cruise Line. Hún hefur starfað á ferðaskrifstofum við sölu og skipulag á ferðum.

Sjá ummæli farþega hér.

Bliss Aerial
Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Haven Observation Lounge
Bliss Mini Suite
Bliss Aerial
Bliss Escape Tortola
Bliss Alaskan Landscape
Bliss Atrium Bar
Bliss Casino Skyline Bar
Bliss District Brew House Bar
Bliss District Brew House Lounge
Bliss Humidor Cigar Lounge
Bliss Race Track
Bliss Race Track
Bliss Sugarcane Mojito Bar
Bliss Observation Lounge
Bliss Oceanview