Brottför 27. september – Heimkoma 7. október.

Flogið til Aþenu með Play, 27. september og gist þar í tvær nætur áður en 7 nátta siglingin hefst. 29. September farið er um borð Getaway. Komið er við í Valletta, Malta, Alicante, Motril, Seville (Cadiz) – Spain, áður en siglingunni lýkur í Lissabon í Portúgal. Gist þar í eina nótt áður en haldið er heim.

Glæsiskipið Norwegian GETAWAY

Norwegian Getaway var tekið í gegn í 2020, en það var smíðað árið 2014. Það er tæplega 146.000 brúttótonn, 326 m á lengd og 52 metra breitt. Farþegar geta verið 3.963. Áhöfnin telur 1.646 og siglingarhraði er 23 hnútar. Um borð eru allskonar veitingastaðir, mörg kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa og leikhús sem tekur um 800 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa 580.000 og í innklefa 510.000 kr.

INNIFALIÐ:

Flug til Aþenu og til baka frá Lissabon með PLAY, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips.

Gisting með morgunverði á hótel Grand Hyatt Athens í tvær nætur fyrir siglingu og eina nótt á hótelinu Turim Lisboa Hotel í Lissabon.

Sjö nátta sigling, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Íslensk fararstjórn.

Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”:

Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck.  ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi.

Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum.

WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð.

Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir.

Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.

EKKI INNIFALIÐ:

Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

27. september – föstudagur – Keflavík – Aþena 

Flogið til Aþenu með Play og lent er kl. 14:50. Frá flugvöllinu er ekið beint á hótel Grand Hyatt, og gist þar í tvær nætur.

28. september – laugardagur – Aþena 

Frjáls dagur í Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en þar er margt að sjá enda borgin einstaklega falleg og skemmtileg. Hvort sem fólk vill hafa það menningarlegt og skoða eitthvað af allskonar athyglisverðir staðir borgarinnar. Förum við inn til höfuðborgarinnar, skoðum Akrópólis og Plaka, sem er gamli bærinn við rætur Akrópólis.

29. september – sunnudagur – Sigling hefst – Aþena (Piraeus), Grikkland  

Leggjum af stað frá hótelinu kl. 12:00 og ökum niður á bryggju í Pireus, hafnarborg Aþenu, þar sem við förum um borð í Getaway. Brottför er kl. 17:00.

You are currently viewing a placeholder content from YouTube. To access the actual content, click the button below. Please note that doing so will share data with third-party providers.

More Information

30. september – mánudagur – á siglingu

Á siglingu allan daginn og um að gera að skoða skipið og læra aðeins á það og auðvitað njóta þess sem boðið er uppá um borð, bæði í mat, drykk og ekki síður skemmtilegri dagskrá.

01. október – þriðjudagur – Valletta, Malta

Komið til Valletta kl. 08:00 og lagt úr höfn á ný kl. 17:00. Hér er tilvalið að skjótast til borgarinnar, sem er gríðarlega falleg borg og virkilega gaman að skoða miðbæinn þar.  Hallartorgið er miðpunktur Valletta sem var byggð milli 1568-74. Núna eru þar skrifstofa forsetans, þing landsins og annarra embætta. Á enda höfðans stendur St Elmo-virkin, og í neðri hluta virkisins er núna stríðassafn. Eyja er aðeins 316 ferkílómetrar að flatarmáli og hæsti tindur landsins er 253 m yfir sjávarmáli.

02. október – miðvikudagur – á siglingu

Njóta lífisins um borð, hvort heldur það er í nuddi, sólbaði, heitu pottunum, á einhverju námskeiði eða inn á bókasafni með góða bók.

03. október – fimmtudagur – Alicante, Spánn

Komið til Alicante kl. 10:00 og lagt úr höfn kl. 18:00. Þetta er börg á Costa Blanca ströndinni og er margt hægt að gera. Það eru götumarkaðir, ströndir og allskonar athyglisverðir staðir. Það er mikið úrval verslana í miðborginni Alicante og hægt er að versla allt milli himins og jarðar. Það er gaman að rölta um götuna niður við sjóinn og skoða nágrenni. Frá kastalinn Santa Barbara er flott útsýni yrir borgina.

04. október – föstudagur – Motril, Spánn

Motril er heillandi dvalarstaður staðsettur á Costa Tropical í Granada héraði, Andalúsíu. Er staðsett rétt við aðalstrandveginn milli Almeria og Malaga. Það er yndislegur staður til að heimsækja, með yndislegum ströndum og töfrandi fjallabakgrunni.

05. október – laugardagur – Seville (Cadiz), Spánn

Komið er til Seville kl. 06:00 og farið þaðan kl. 15:45. Sevilla er í Andalúsíu, í suðurhluta landsins, á bökkum Gualdalquivir-árinnar, lengsta ánnar í Andalúsíu. Á eftir Madrid og Barcelona, Sevilla er mest heimsótta borg Spánar og hún er einfaldlega falleg. Er stærsti gamli bær landsins og er fullt af minnismerkjum.

06. október – sunnudagur – Siglingu lýkur

Komið til Lissabon í Portúgal snemma morguns og farið frá borði kl. 10:00 og haldið upp á hótelið þar sem við gistum eina nótt.

Lissabon er höfuðborg og stærsta borg Portúgals. Þetta er mjög nútímaleg borg með mikla sögu. Borg er byggð á sjö hæðum, sem gerir hana eina af fallegustu borgum Evrópu. Gaman er að rölta um miðbæinn serstaklega til dæmi gegn Baixa, Alfama, Bairro Alto eða Rossio hverfi. Í Lissabon er mikið um myndalegum, þröngar götur með heillandi sögu.

07. október – mánudagur – Lissabon í Portúgal 

Notum daginn til að skoða þessa skemmtilegu borg. Eftir kl 17:00 förum við út á flugvöll og fljúgum heim með PLAY, lendum í Keflavík um klukkan 00:55.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Hafliði Kristinsson.