Brottför 13. apríl og heimkoma 1. maí.

Karíbahafið með Prima

Flogið með Icelandair til Orlando síðdegis 13. apríl og gist í þrjár nætur í Orlando áður en haldið er til Miami og um borð í Prima. Siglingin sjálf er ellefu nátta og er komið við á Great Stirrup Cay, eyju sem skipafélagið á, Punta Cana í Dóminíkanska lýðveldinu, Oranjestad á Auruba, Willemstad á Curacao, eyjunum St Thomas og San Juan og Puerto Plata í Dóminíkanska lýðveldinu áður en komið er til New York þar sem við gistum í þrjár nætur og fljúgum heim með Icelandair og lendum að morgnu 1. maí.

Þrír dagar eru á siglingu, fyrst á leiðinni frá Greast Stirrup Cay til Punta Cana og síðan tveir frá Puerto Plata til New York.

Glæsiskipið Norwegian Prima

Norwegian Prima er nýjasta skipið í flota NCL,142.500 brúttótonn, 294 m á lengd og 41 metri breitt. Farþegar eru 3.219 og 1.386 eru í áhöfn þess. Skipið var smíðað árið 2022 og er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í svalaklefa 750.000 kr. og verð á mann í innklefa 650.000 kr.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tíu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck.  ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: þrisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar tvisvar) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Flugvél - Icelandair

13. apríl. Keflavík – Orlando

Flogið síðdegis með Icelandair til Orlando þar sem við gistum í þrjár nætur á Florida Mall hótelinu.

14. og 15. apríl – Orlando

Frjálsir dagar í Orlando og þar er margt og mikið að sjá, Disney garðarnir, golfvellirnir, búðirnar eða bara slaka á í sólbaði við sundlaugina.

16. apríl – Sigling hefst

Haldið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið til Miami þar sem Prima bíður okkar og leggur af stað kl 16:00.

17. apríl – Great Stirrup Cay

Vörpum ankerum við einkaeyju NCL kl 07:00 og léttum þeim á ný kl 16:00. Farið í land með léttabátum og hér lætur fólk fara vel um sig á ströndinni.

18. apríl – Á siglingu

Á siglingu allan daginn. Alltaf nóg um að vera um borð.

19. apríl – Punta Cana

Komum til Dóminíkanska lýðveldisins kl 10:00 og förum á ný kl 14:00. Endalausar sandstrendur og huggulegheit.

20. apríl – Oranjestad

Komum til höfuðborgar Aruba kl 10:00 og förum á ný kl 19:00. Eyjan heyrir undir Hollendinga og í borginni búa um 30.000 manns.

21. apríl – Willemstad

Komum kl 07:00 og förum aftur kl 13:15. Erum enn á hollensku yfirráðasvæði og hér á Curaçao eyju búa um 140.000 manns.

St Thomas

22. apríl – St Thomas

Komið kl. 13:30 og farið þaðan kl. 21:00. St Thomas er ein af Bandarísku Jónfrúreyjunum. Hún er 83 ferkílómetrar að stærð og þar búa um 52.000 manns.

23. apríl – San Juan

Komum til Puerto Rico kl 07:00 og förum á ný kl 15:00. Eyjan heyrir undir Bandaríkin og hér búa um 330.000 manns.

24. apríl – Puerto Plata 

Hér búa um 330.000 manns og þetta er þriðja stærsta borgin í Dóminíkanska lýðveldinu. Komið þangað kl. 07:00 og farið á ný kl. 15:00.

25. og 26. apríl – Á siglingu

Nú liggur leiðin til til New York og við verðum á siglingu í tvo daga. Um að gera að njóta þess að vera á skemmtiferðaskipi, slappa af við sundlaugarnar og í heitu pottunum eða gera eitthvað annað skemmtilegt.

27. til 29. apríl – Siglingu lokið

Leggjumst að bryggju í New York kl 07:00 og förum upp á hótel þar sem við gistum í þrjár nætur og njótum borgarinnar sem aldrei sefur.

Heimferð

30. apríl – Heimferð

Förum út á flugvöll um miðjan dag og fljúgum heim með Icelandair. Lendum í Keflavík kl 06:15 að morgni 1. maí.

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.