Brottför 14. desember og heimkoma 27. desember
Karíbahafið með Joy
Flogið með Icelandair til Orlando síðdegis 14. desember og lent í Flórída kl. 20:50 að staðartíma. Gist í tvær nætur á Florida Mall hótelinu, sem er gríðarlega vel staðsett. Ekið er frá hótelinu til Miami þar sem farið er um borð í Joy. Siglingin sjálf er sjö nátta og er komið við í Roatán í Hondúras, Harvest Caye úti fyrir Belize, Costa Maya og Cozumel í Mexikó.
Tveir dagar eru á siglingu, annar á leiðinni til Hondúras og hinn á leiðinni frá Cozumel til Miami. Komið er til Miami að morgni Þorláksmessu, 23. desember, ekið upp á hótel þar sem við gistum í fjórar nætur. Síðan er farið frá hótelinu upp úr hádegi 27. desember og lent í Keflavík snemma morguns daginn eftir.
Glæsiskipið Norwegian Joy
Norwegian Joy var smíðað árið 2017 og er 167.725 brúttótonn, 333 metra langt og 41 metra breitt. Farþegar eru 3.804 og í áhöfn eru 1.821. Um borð eru fjöldi veitingastaða, kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa og leikhús sem tekur yfir 1000 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.
Verð á mann í svalaklefa 560.000 kr. og verð á mann í innklefa 510.000 kr.
INNIFALIÐ: | Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, sjö nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
14. desember. Keflavík – Orlando
Flogið síðdegis með Icelandair til Orlando þar sem lent er kl. 20:50 að staðartíma. Ekið sem leið liggur á Florida Mall Hotel.
15. desember – Orlando
Frjáls dagur í Orlando. Nóg að gera þar, golf, sólbað, skemmtigarðar eða kíkja í verslunarmiðstöðina þar sem hótelið er.
16. desember – Sigling hefst
Haldið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið til Miami þar sem farið er um borð í Joy og lagt úr höfn kl. 17:30.
17. desember – Á siglingu
Við verðum á siglingu í dag. Nú gefst gullið tækifæri til að læra vel á skipið, njóta veðursins, matarins og skemmtidagskrárinnar sem í boði er.
18. desember – Roatán
Komum til Roatán í Hondúras kl 10:00 og farið á ný kl. 18:00. Lítil eyja úti fyrir norðurströnd Hondúras. Mikil fátækt er hér, en virkilega gaman að skoða bæinn.
19. desember – Harvest Caye
Leggjum að bryggju á þessari einkaeyju skipafélagsins kl 08:00 og farið á ný kl 17:00. Eyjan er lgjör paradís.
20. desember – Costa Maya
Komum til Costa Maya í Mexíkó kl 08:00 og förum aftur kl 17:00. Hafnarsvæðið er skemmtilegt og þar er meðal annars hægt að synda með höfrungum og gera annað skemmtilegt.
21. desember – Cozumel
Komið kl 08:00 og farið kl 18:00. Nokkuð stór bær sem gaman er að rölta um, fá sér góðan mexíkanskan mat með góðum þarlendum drykkjum.
22. desember – Á siglinguStefnan er sett á Miami og við verðum á siglingu í allan dag. Um að gera að njóta þess.
23. desember – Siglingu lýkur
Lagst að bryggju í Miami klukkan 07:00 og ekið sem leið liggur til Orlando þar sem við gistum í þrjár nætur á Florida Mall hótelinu.
24., 25. og 26. desember – Orlando
Frjálsir dagar í Orlando og nú er tilvalið að kíkja í verslunarmiðstöðina eða búðirnar í kring og gera góð kaup því það er svo sannarlega hægt að gera þarna. Glæsilegir golfvellir heilla líka marga sem og skemmtigarðarnir.
27. desember – Heimferð
Farið frá hótelinu um kl. 14:00 og ekið upp á flugvöll. Farið í loftið kl. 17:45 og lent í Keflavík kl. 06:00 að morgni 28. desember.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.