Gríska eyjahafið frá Feneyjum 1. – 15. ágúst.

Flogið til Genove með Play og rúta þaðan til Fenyja. Gistum í þrjár nætur og förum síðan í 10 nátta siglingu með NCL Gem frá Trieste þar sem komið er við í Feneyjum, Kober í Slóveníu, Hvar og Zadar í Króatíu, Kotor í Svartfjallalandi, á Santorini, Mykonos og Korfú í Grikklandi. Eftir siglingu er ekið til Genova þar sem við gistum í eina nótt áður en við fljúgum með Play heim um kvöldið og lendum kl 01:00 í Keflavík.

Glæsiskipið Norwegian Gem

Norwegian Gem er 93.530 brúttótonn, 294 m að lengd og tæplega 38 m breitt. Farþegar eru 2.394 og 1.070 eru í áhöfn þess. Skipið var byggt árið 2007 og fór í góða yfirhalningu árið 2015.  Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann, miðað við tvo í svalaklefa er 670.000 og 510.000 í innklefa.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tíu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið. Matarpakkinn: þrisvar sinnum út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 250 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Myndaniðurstaða fyrir play airlines iceland

1. ágúst. Keflavík – Feneyjar

Flogið um miðjan dag með Play til Genova. Tökum rútu til Feneyja, en það er um 90 mínútna akstur. Gistum þar í þrjár nætur.

Feneyjar

2. og 3. ágúst. Feneyjar

Notum dagana til að skoða Feneyjar, enda margt og mikið að sjá í þeirri merku borg.

4. ágúst. Siglingin hefst

Brottför frá hóteli um kl.11:00 og ekið til Trieste, tekur um tvo tíma. Gem leggur úr höfn klukkan 22:00.

Feneyjar á Ítalíu - Venice bridge

5. ágúst. Feneyjar

Komið til Feneyja kl 06:30 og lagt í hann á ný kl 23:00 um kvöldið. Hér er farið í land með léttabátum.

Kóper í Slóveníu

6. ágúst. Koper

Komið til Slóveníu kl 08:00 farið á ný kl 16:00.

7. ágúst. Hvar

Komum til Hvar í Króatíu kl 06:00 og farið á ný kl 19:00. Lítil og falleg eyja úti fyrir ströndum meginlandsins.

8. ágúst. Kotor

Vörpum ankerum kl 06:30 og farið aftur kl 16:30. Falleg sigling inn að þessum bæ. Farið í land með léttabátum. Skemmtilegur lítill bær sem gaman er að rölta um.

Corfu í Grikklandi

9. ágúst. Korfú

Þá erum við komin til Grikklands, til eyjunnar Korfú. Lagt að bryggju kl 07:00 og farið á ný kl 15:00. Fallegur bær og gaman að fara upp í gamla kastalann sem er þar.

10. ágúst. Santorini

Vörpum ankerum úti fyrir eynni kl 13:30 og dveljum þar til kl 22:00. Gaman að vera uppi á dekki þegar við nálgumst eyna.

11. ágúst. Mykonos

Komum hér kl 07:00 og förum á ný kl 17:00. Mjög gaman að ganga um bæinn, litlar og þröngar götur, hvítkölkuð hús og skemmtilegar litlar búðir og kaffihús.

12. ágúst. Á siglingu

Erum á siglingu allan daginn og um að gera að njóta þess að vera um borð og láta fara vel um sig.

13. ágúst. Zadar

Erum kominn aftur til Króatíu og nú til Zadar sem er fjórða stærsta borg landsins með tæplega 80.000 íbúa. Skemmtilegur gamall bær þar sem m.a. hafa fundist leifar frá steinöld.

Sigling

14. ágúst. Siglingu lýkur

Komum til Trieste kl 06:00. Förum frá borði um 09:30 og í rútu sem fer með okkur á hótel í Bologna þar sem við gistum í eina nótt.

Myndaniðurstaða fyrir play flugfélag

15. ágúst. Heim

Förum út á flugvöll um kl 19:00 og í loftið með Play kl 22:25. Lendum í Keflavík kl 01:00 eftir miðnætti.

Fararstjóri:

Skúli Unnar Sveinsson - FararstjóriFararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.

Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.

Ánægðir viðskiptavinir Sula Travel er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.

Sjá ummæli farþega hér.

ATH. Það er ekki komið kort af þessari ferð hjá NCL, en þetta kemst nærri því hvaða leið við förum.