Brottför 13. maí og heimkoma 28. maí

Frá Feneyjum til Barcelona

Flogið til Feneyja með Icelandair um Amsterdam. Gistum í þrjár nætur í Feneyjum og förum síðan í 10 nátta siglingu með NCL Escape þar sem komið er við í Split og Dubrovnik í Króatíu, Corfu í Grikklandi, Messina á Sikiley, Napolí, Róm (Civitaveccia), og Livorno á Ítalíu, Cannes í Frakklandi og loks Mallorka áður en leiðin liggur til Barcelona þar sem við gistum í eina nótt áður en við höldum heim með Play.

Glæsiskipið Norwegian Escape

Norwegian Escape var tekið í gegn í fyrra, en það var smíðað árið 2015. Það er tæplega 165.000 brúttótonn, 326 m á lengd og 55 metra breitt. Farþegar geta verið 4.266 og er Escape því það skip NCL sem tekur flesta farþega.  farþega. Áhöfnin telur 1.733 og siglingarhraði er 23 hnútar. Um borð eru um 10 veitingastaðir, mörg kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa og leikhús sem tekur um 800 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann (miðað við að tveir séu saman í klefa) í svalaklefa 620.000 kr. og verð á mann í innklefa 520.000 kr.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, sjö nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck.  ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

Icelandair

13. maí Keflavík – Feneyjar

Flogið með Icelandair til Amsterdam og áfram með KLM til Feneyja. Langt á milli fluga og farið í skoðunarferð um Amsterdam áður en flugið er tekið til Feneyja. Ekið sem leið liggur upp á hótelið þar sem við gistum í þrjár nætur.

Feneyjar á Ítalíu - Venice bridge

14. og 15. maí. Feneyjar

Notum þessa tvo daga til að skoða Feneyjar. Gönguferð með fararstjóra um bæinn fyrri daginn.

16. maí. Siglingin hefst

Brottför frá hóteli um kl.11:00 og Escape leggur úr höfn klukkan 17:00.

Split í Króatíu

17. maí. Split í Króatíu

Komið þangað kl 07:00 og lagt af stað á ný kl 21 um kvöldið. Hér er farið í land með léttabátum og það er gaman að kíkja í bæinn og mannlífið þar.

Dubrovnik

18. maí. Dubrovnik í Króatíu

Komið þangað kl 06:00 og lagt af stað á ný kl 18:00. Farið í land með léttabátum. Hér er virkilega gaman að rölta um gamla bæinn og skoða hann, setjast á veitingahús við gömlu höfnina og njóta þess að vera til.

Corfu í Grikklandi

19. maí. Corfu í Grikklandi

Komið til grísku eyjarinnar Corfu kl 07:00 og farið þaðan kl 17:00. Virkilega skemmtilgur grískur bær og skoðunarferðirnar hér eru líka flottar. Gaman að rölta upp í kastalann og horfa yfir bæinn og höfnina.

20. maí. Messina á Sikiley

Komum til Sikileyjar kl 07:00 og förum á ný kl 17:00 og siglum þá í gegnum Messinasundið, sem er gaman því þar er mjög mikill straumur og gaman að fylgjast með siglingunni.

21. maí. Napolí

Eftir að hafa siglt um Messinasundið komum við til Napolí kl 06:00 og förum þaðan á nýjan leik kl 19:00. Pompeii er staður sem allir þurfa að skoða sem koma til Napolí og síðan er fínt að rölta um borgina sjálfa og sjá hvernig fólkið lifir í gamla bænum.

Róm Colosseum

22. maí. Róm (Civitavecchia)

Komum til hafnarborgar Rómar kl 06:00 að morgni og förum á ný kl 19:00. Um 90 mínútna akstur til Rómar en þess virði því í Rómarborg er margt hægt að skoða.

23. maí. Livorno

Nú erum við komin í Toskana héraðið norðarlega á Ítalíu. Komum þangað kl 06:00 og förum aftur kl 20:00. Héðan er stutt til Pisa og Flórens auk þess sem mjög gaman er að skoða Cinque Terre, litlu þorpin fimm sem eru byggði við jafnmargar víkur.

24. maí. Cannes í Frakklandi

Vörpum ankerum kl 06:00 úti fyrir ströndum frönsku Ríverunnar. Léttum þeim síðan á ný kl 17:00. Cann er fallegur bær, hægt að máta hendurnar við hendur þekkta fólksins við sýningarhöllina, kíkja í gluggana á dýru og flottu búðunum eða fá sér kaffibolla á einhverju hinna fjöglmörgu kaffihúsa.

25. maí. Mallorka

Þá erum við komin til Palma, höfuðborgar Balearik eyjaklasans útifyrir austurströnd meginlands Spánar. Hér er hægt að skoða dómkirkjuna, fara í gömlu lestina til Soller, skella sér á ströndina í Santa Ponsa svo ekki sé mynnst á dropasteinhellana.

Barcelona

26. maí. Barcelona

Þá er siglingin á enda. Komum til Barcelona kl 05:00 og förum frá borði um kl 08:00. Keyrum upp á hótel þar sem við gistum í eina nótt.

Rambla - Barcelona

27. maí. Heimferð

Fljúgum frá Barcelona til Kefavlíkur með Play um kvöldið og lendum í Keflavík um eitt eftir miðnætti. Það er því hægt að nýta daginn vel í Barcelona.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Skapti Hallgrímsson. Skapti er Akureyringur og starfaði í fjöldamörg ár sem blaðamaður á Morgunblaðinu, allt þar til haustið 2018. Hann skrifaði lengi um íþróttir og var fréttastjóri íþróttadeildar í liðlega áratug, en síðustu 20 árin starfaði hann einkum og sérílagi á sunnudagsritstjórn blaðsins, þar sem persónuleg viðtöl hans vöktu oft mikla athygli. Þá er Skapti góður ljósmyndari eins og lesendur Morgunblaðsins vita mætavel.
Skapti hefur skrifað fjórar bækur, sú nýjasta fjallaði um þátttöku íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi. Hann var fararstjóri  á árum áður, fór þá með marga hópa á knattspyrnuleiki í Englandi.
Haustið 2020 eignaðist Skapti og endurvakti frétta- og mannlífsmiðilinn Akureyri.net sem er gríðarlega vinsæll.

Sjá ummæli farþega hér.

Bliss Escape Tortola