Siglt frá Róm til Port Canaveral í Flórída
Flogið til Rómar með Icelandair, gist þar í tvær nætur. Siglingin til Flórída er 13 nætur og á leiðinni er komið við í Cannes, Barcelona, Cartagena og á Asoreyjum áður en komið er til Port Canaveral. Gist er í þrjár nætur á Florida Mall hótelinu í Orlando.
Glæsiskipið Norwegian Epic
Norwegian Epic dekitt af nýrri skipum Norwegian Cruise Line, skipið er 155,873 brúttótonn, 329 metrar á lengd og tekur 4.100 farþega. Áhöfnin er 1.753 og ganghraði er 20 hnútar. Epic er glæsilegur farkostur þar sem smekkleg hönnun og lúxus er einkenni þessa. Það er hreint ævintýri að sigla með skipinu.
Verð á mann í svalaklefa 650.000 kr. og verð á mann í innklefa 560.000 kr.
INNIFALIÐ: | Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, tíu nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
8. nóvember. Ferðin hefst
Flogið til Rómar með Icelandair og farið beint á hótel þar sem við gistum í tvær nætur
9. nóvember. Róm
Nóg að skoða í þessari fallegu og skemmtilegu borg. Tökum góðan göngutúr um borgina og skoðum flest af því helsta sem þar er að sjá.
10. nóvember. Sigling hefst
Förum frá hótelinu fyrir hádegi og um borð í EPIC sem leysir landfestar kl. 17:00
11. nóvember. Cannes
Komum til frönsku borgarinnar Cannes kl 07:00 og léttum ankerum á ný kl 16:30. Skemmtilegur staður með flottum verslunum og skemmtilegum þröngum götum.
12. nóvember. Barcelona
Komið klukkan 07:00 og farið á ný klukkan 10:00. Alltaf gaman að koma til Barcelona og skoða eitthvað af því fjölmarga sem þar er að sjá.
13. nóvember. Cartagena
Komum kl 12:00 og förum á ný kl 21:00. Falleg og skemmtileg borg á suð-austur Spáni, skammt frá Murcia. Þarna búa um 215.000 manns.
14 og 15. nóvember. Á siglingu
Nú er kúrsinn settur vestur um haf og um að gera að njóta alls þess sem skipið hefur upp á að bjóða, en nóg er alltaf um að vera um borð.
16. nóvember. Ponta Delgada
Komð þangað kl 08:00 og farið aftur kl 19:00. Portúgölsk eyja í miðju Atlantshafinu sem skratar fallegum gróðri, hverasvæði og fallegri náttúru.
17. – 22. nóvember. Á siglingu
Nú er það bara sex daga afslöppun, heitir pottar, spaið, sólbað eða hvað eina sem fólki dettur í hug til að hvílast og hafa það huggulegt.
23. nóvember. Siglingu lýkur
Komum til Port Canaveral kl 07:00, keyrum upp á Florida Mall hótel þar sem við gistum í þrjár nætur
24. og 25. nóvember. Orlando
Njótum lífsins í Orlando í tvo daga, golf, skemmtigarðar, verslanir og allt sem manni dettur í hug að gera.
26. nóvember. Heimferð
Förum frá hótelinu um klukkan 13:00 og út á flugvöll. Fljúgum heim með Icelandair og lendum í Keflavík kl. 06:05 að morgni 27. nóvember.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.