Siglt frá New York til Barcelona með Escape.

Flogið til New York þar sem gist er í þrjár nætur. Siglingin til Rómar er 16 nátta og á leiðinni er komið við á Bermuda, Azoreyjum, Lissabon í Portúgal, Cadiz (Sevilla), Malaga, Ibiza og Barcelona á Spáni, Cannes í Frakklandi, Livorno á Ítalíu og endað í Civitavecchia, hafnarborg Rómar. Þar er gist í tvær nætur og flogið heim með Icelandair.

Glæsiskipið Norwegian Escape

Norwegian Escape var tekið í gegn í fyrra, en það var smíðað árið 2015. Það er tæplega 165.000 brúttótonn, 326 m á lengd og 55 metra breitt. Farþegar geta verið 4.266 og er Escape því það skip NCL sem tekur flesta farþega.  farþega. Áhöfnin telur 1.733 og siglingarhraði er 23 hnútar. Um borð eru um 10 veitingastaðir, mörg kaffihús, diskótek og barir, sundlaugar, heitir pottar, líkamsrækt, spa og leikhús sem tekur um 800 manns í sæti og margt fleira. Skipið er afar glæsilega innréttað og þar fer ákaflega vel um farþega.

Verð á mann í svalaklefa 790.000 kr. og verð á mann í innklefa 690.000 kr.

INNIFALIÐ: Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu í Róm og í New York, 16 nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé.
Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck.  ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega.
EKKI INNIFALIÐ: Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær.

Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.

5. apríl. Ferðin hefst

Flogið til New York með Icelandair og farið beint á hótel þar sem við gistum í þrjár nætur.

6. og 7. apríl. New York

Af nógu að taka í New York.

8. apríl. Sigling hefst

Förum frá hótelinu rétt fyrir hádegi og um borð í ESCAPE sem leysir landfestar kl. 20:00

9. apríl. Á siglingu

Rólegheit um borð og um að gera að njóta þess fjölmarga sem skipið býður uppá.

10. apríl. Royal Naval Dockyard

Komum til Royal Naval Dockyard á Bermuda klukkan 08:00 og leggjum í hann aftur kl 16:00.

Epic spice

11. – 14. apríl. Á siglingu

Fjórir dagar í rólegheitum um borð. Alltaf nóg um að vera um borð í Escape.

15. apríl. Ponta Delgada á Azoreyjum

Komið klukkan 07:00 og farið á ný klukkan 16:00. Sao Michael eyjan er stært Azoraeyja og Ponta Delgada er höfuðborgin, en eyjarnar eru undir Portúgölum.

16. apríl. Á siglingu

Einn dagur á sjó til að slaka enn frekar á og njóta.

17. apríl. Lissabon

Komið kl. 10:00 og fari þaðan á ný kl 17:00. Falleg borg þar sem ýmislegt er hægt að skoða og gaman að ganga um borgina.

18. apríl. Cadiz (Sevilla)

Komum kl 10:00 til Sevilla og förum þaðan kl 20:30. Falleg borg sem gaman er að rölta um, en hún er höfuðborg Andalúsíuhérðas. Siglum um Gíbraltarsundið undir morgun.

Malaga

19. apríl.  Malaga

Komum kl 06:30 og farið kl 17:00. Þá erum við komin til Malaga sem er í Granada héraði og hér búa tæplega 600.000 manns. Falleg borg sem gaman er að skoða.

How Ibiza Became a World-renowned Party Destination

20. apríl. Ibiza

Komum hingað kl 14:00 og förum á ný kl 21:00. Ibiza er skemmtileg eyja í Balearic eyjaklasanum.

Barcelona

21. apríl. Barcelona

Komum til Barcelona kl 08:00 og förum á ný kl 17:00. Ýmislegt hægt að gera hér þó svo tíminn sé ekki langur, en góður labbitúr um borgina er alltaf skemmtilegur.

22. apríl. Cannes

Komum til Cannes í Frakklandi kl 08:00 og förum á ný kl 16:00. Virkilega skemmtileg borg og hér er farið í land með léttabátum.

Pisa - Skakki turninn

23. apríl. Livorno

Komum til Livorno á Ítalíu kl 07:00 og förum á ný kl 19:00. Hér er til dæmis tilvalið að skoða skakka turninn í Pisa og fara til Flórens

24. apríl. Siglingu lýkur

Komum til Rómar kl 06:00, förum frá borði um kl 09:00 og upp á hótel þar sem gist verður í tvær nætur.

Rambla - Barcelona

25. apríl. Róm

Nóg að skoða í Róm og förum í góðan göngutúr um borgina til að kíkja lauslega á helstu ferðamannastaðina

26. apríl. Heimferð

Förum út á flugvöll fyrir hádegi og fljúgum með Icelandair heim.

Fararstjóri:

Fararstjóri í ferðinni er Lilja Jónsdóttir. Lilja menntaði sig í ferðamálafræðum í Bretlandi og lauk einnig námi Farastjórar erlendis frá Ferðmálaskóla Íslands 2010. Hún hefur starfað sem farastjori í skemmtisiglingum til fjölda ára og starfað með skipafélgöum eins og Royal Caribbean, Celebrity Cruises, Carnival Cruises og Norwegian Cruise Line. Hún hefur starfað á ferðaskrifstofum við sölu og skipulag á ferðum.

Sjá ummæli farþega hér.

Bliss Escape Tortola