Brottför 31. júlí, heimkoma 13. ágúst.
Alaska í sól og sumaryl
Flogið með Icelandair til Seattle 31. júlí og gist þar í tvær nætur áður en við förum um borð í Sun. Siglt er til Juneau, Skagway, Haines um Hubbard Glacier flóann, Sitka, Icy Straight Point Ketchikan, Vicrotria og endað í Seattle. Flogið heim með Icelandair og lent í Keflavík snemma morguns 13. ágúst.
Glæsiskipið Norwegian Sun
Norwegian Sun var byggt árið 2001 og síðast tekið í gegn 2021. Það er 78.309 brúttótonn, rúmir 258 m á lengd og 37 m á breidd. Farþegar eru 1.936 og í áhöfn eru 906 og siglingarhraði er 23 hnútar.
Verð á mann miðað við tvo í svalaklefa 695.000 kr. og í innklefa 510.000 kr.
INNIFALIÐ: | Flug fram og til baka, allur akstur milli flugvallar, hótels og skips. Gisting með morgunverði á hótelinu, sjö nátta sigling, íslensk fararstjórn, fullt fæði í skipinu og öll skemmtidagskrá um borð og þjórfé. Auk þessa velur hver klefi tvo af fjórum mismunandi “pökkum”. Drykkjarpakki: Allir gosdrykkir, áfengir og óáfengir drykkir að 15$ innifalið, nema vatn á flöskum, nýkreistur aldinsafi og kaffi á Starbuck. ATH Skattur getur lagst á drykki í sumum höfnum og þá fer sá kostanður á reikning viðkomandi. Matarpakkinn: tvisvar sinnum (innklefar og stúdíóklefar einu sinni) út að borða á sérstöku veitingastöðunum. WiFi: 150 mínútur á þráðlausa netinu um borð. Skoðunarferðapakki: 50 dollara inneign á klefa hvern dag til að nota í skoðunarferðir. Ath. Þessir tveir pakkar af fjórum eru innifaldur í verði og það þarf að velja drykkjarpakkann til að allir drykkir séu innifaldir. Þetta gildir aðeins fyrir 2 farþega í hverjum klefa. Ef þriðji farþegi bætist í klefann þá eru þessir pakkar ekki í boði fyrir þann farþega. |
EKKI INNIFALIÐ: | Skoðunarferðir í landi á vegum skipafélagsins ef fólk fer í þær. |
Lágmarks þátttaka er 16 manns og áskiljum við okkur rétt til að fella ferðina niður ef næg þátttaka fæst ekki. Verð á ferð er reiknað út frá gengi USD og EUR á kaupdegi ferðar en verð á ferð getur breyst ef breyting verður á gengi ISK gagnvart USD og EUR.
31. júlí. Ferð hefst
Flogið til Seattle með Icelandair og gist verður í tvær nætur í borginni.
1. ágúst. Seattle
Frjáls dagur sem fólk getur nýtt til að skoða sig um, versla eða hvað eina sem fólki dettur í hug.
2. ágúst . Siglingin hefst
Farið frá hótelinu fyrir hádegi og ekið niður á höfn þar sem Sun bíður okkar. Lagt úr höfn kl 17:00.
3. ágúst. Á siglingu
Á siglingu allan daginn og um að gera að skoða skipið og læra aðeins á það og auðvitað njóta þess sem boðið er uppá um borð, bæði í mat, drykk og ekki síður skemmtilegri dagskrá.
4. ágúst. Juneau
Komum 13:30 og förum aftur kl 22:00. Þetta er bær með um 34.000 íbúa, gríðarlega fallegt umhverfi og útsýnið af fjallinu stórkostlegt.
5. ágúst. Skagway
Komið til þessa rúmlega 1.000 manna bæjar kl 07:00 og farið á ný kl 20:00.
6. ágúst. Haines
Komið til þessa tæplega 2.000 manna bæjar kl 07:00 og farið á ný kl 20:00.
7. ágúst. Hubbard Glacier
Í dag verðum við á Hubbard Glacier flóanum, sem er ekki ósvipað og risavaxið Jökulsárlón. Ekki ólíklegt að við sjáum hvali og fleiri skemmtileg dýr.
8. ágúst. Sitka
Í dag heimsækjum við Sitka, sem er 8.500 manna bær. Komum þangað kl 08:00 og förum aftur kl 17:00.
9. ágúst. Icy Straight Point
Í dag verðum við í Icy Straight Point, komum þangað kl 07:00 og förum aftur kl 15:00.
10. ágúst. Ketchikan
Síðasta höfnin okkar í Alaska er Ketchikan þar sem um 8.000 manns búa. Komið kl 06:30 og farið á ný 13:00
11. ágúst. Victoria
Þá erum við komin til Kanada, nánar tiltekið til Victoriu í British Columbia. Hér búa um 86.000 manns. Við leggjum að bryggju kl 19:30 og siglum af stað til Seattle kl 23:59.
12. ágúst. Siglingu lýkur
Lagst að bryggju kl 06:00 og farið upp á flugvöll og flogið heim með Icelandair, lent í Keflavík snemma morguns þann 13. ágúst.
Fararstjóri:
Fararstjóri í ferðinni er Skúli Unnar Sveinsson. Skúli er stjórnmálafræðingur að mennt, starfaði lengi við blaðamennsku og við leiðsögn hjá Samvinnuferðum og Terra Nova á árum áður.
Skúli hefur mikla reynslu af því að sigla með hópa í skemmtisiglingum enda er oft sama fólkið að sigla með honum ár eftir ár.
Ánægðir viðskiptavinir Norrænu Ferðaskrifstofunnar er okkar aðalmarkmið og leggjum við metnað okkar í að vanda til verka og bjóða aðeins ferðir í hæsta gæðaflokki.